Sund

Í sundlaugum stendur oft við innganginn í karlaklefum að engin ábyrgð sé borin á skófatnaði og oft mælt með að gott væri að taka skónna með sér inn í klefann og setja með fötunum í geymslu.

Í minni sundlaug sem er Sundhöll Reykjavíkur er þetta aðeins öðruvísi. Þar stendur á skilti að engin ábyrgð sé borin á skófatnaði og maður eiga að taka skóna með sér inn ef maður vilji eiga þá lengur.

Í raun er manni hreinlega sagt að ef maður taki skónna ekki með sér inní klefa verði þeim bara stolið.

Sundhöllinn er annars afbragðs sundlaug. Er búin að fara núna þrisvar sinnum á fjórum dögum og þetta er fínasta laug og gott að synda í henni. Svo er líka mjög gaman að skemmta sér við það að sjá Arnar 6ára reyna að ná til botns í djúpu lauginni. Hann nær því nefnilega aldrei og kemur móður og másandi uppúr og öskrar „DJÖFULL, ég var alveg við það“ og reynir svo aftur og aftur og ekkert gengur.

Hlynur aftur á móti fer bara í heita pottinn og í gufu eins og gamalmenni. Við Arnar syndum eins og selir.

5 athugasemdir á “Sund

  1. Ef their bera ekki abyrgd a skofatnadi, bera their tha abyrgd a ollu odru?

    Er Hlynur i chatti med gomlu monnunum ad tala um verga landsframleidslu og hvort thad eigi ad haekka eda laekka styrivexti, Veitir ekki a gott ef hann er strax ordinn gamall bankamadur.
    Eg held med Arnari og tel hann eigi von med ad stynga ser af stora stokkpallinum tho svo ad thad gaeti ordid sarsaukafullt og gaetid kostad sundskyluna.

  2. ég pant koma með og sýna arnari hvernig á að gera þetta… var látin synda niðrá botn að sækja dúkku á einhverju ítr námskeiði… bara feitu gömlu gaurarnir gátu þetta ekki…

  3. Ég get stokkið að brettinu, næ niður í botn og er betur syndur en þeir báðir til samans. Ég syndi bara ekki af því að mig vantar sundgleraugu! 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s