Maður hefði kannski átt að blammera Hlustendaverðlaun FM95,7 aðeins meira núna. (Hér og hér)
Nú er svo komið að lokaatriði verðlaunanna sem verða í Borgarleikhúsinu í lok mánaðarins og sýnd í beinni útsendingu á Sirkus verður ekkert slor.
Lokaatriðið þar sem engu verður til sparað verður Toggi ásamt hljómsveit og Drengjakór Breiðholts.
Ég sem sagt mun koma fram á hátíðinni sem ég er búin að blammera. Örlögin eru svo skemmtileg stundum.
Núna eru þetta mögnuð verðlaunahátíð þar sem allur vilji er til að gera þetta sem glæsilegast. Það toppar auðvitað ekkert Toggann og Drengjakór Breiðholts.
isss.. tækifærissinni
Ég sem hélt að Drengjakór Breiðholts hefði einhvern standard.
ha ha ha.. áfram FM !
Eins gott þetta verði sýnt í beinn á netinu.. get hreinilega ekki beðið !
Sigurjón, Drengjakórinn hefur bullandi standard en því miður hefur Toggi engan standard. Við skorumst ekki undan því sem búið er að lofa okkur á.
hvernig er skotsárið á fætinum?
Viðurkenndu það… Þið spilið hvar sem er og fyrir hvern sem vill hlusta. Það að einhver vilji hlusta á þig syngja Gummi er nóg til að þú mætir. Ekki að það sé slæmt.