söngvakeppni

Lunganum af föstudagskvöldinu eyddi ég í mínum gamla grunnskóla, Breiðholtsskóla við embættisstörf.

Ég sat eins og kóngur í hásæti mínu að dæma söngvakeppni, enda formaður dómnefndar ásamt Idol fólki og einhverjum Togga. Allir grunnskólar í Breiðholti voru þarna saman komnir í undankeppni um hvaða skóli myndi fara í Söngvakeppni Samfés. (Held að ég fari rétt með nöfn og annað hér)

Samtals voru þetta níu atriði, frá öllum skólunum nema Hólabrekkuskóla sem ekki sá sér fært að senda inn atriði í ár, væntanlega vegna ágreinings um lagaval.

Efstu þrjú sætin voru í raun frekar auðveld fyrir dómnefndina. Það voru tvö lög frá Ölduselsskóla og eitt frá Seljaskóla í efstu sætunum og stelpa frá Ölduseli lenti í fyrsta sæti.

Ég fékk fullan sal af krökkum til að öskra heróp þegar ég sem formaður dómnefndar var að kynna úrslitin. Ég sagði þeim að Breiðholt væri auðvitað besta hverfi í heimi og þau ættu ekki að láta neinn segja sér neitt annað því annað væri kjaftæði. Það er gott að vita af því að það eru hundruðir krakkar þarna úti sem finnst það sama um Breiðholt og mér.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s