Hjartað í mér er byrjað að slá aftur, lungun eru byrjuð að fyllast af fersku lofti og hugurinn er frjórri en nokkru sinni fyrr. Lífið er einhvern veginn allt að færast til betri vegar og ekki hægt að segja annað en að það sé bjart yfir manni þessa dagana.
Afhverju?
Jack Bauer er komin aftur og tveir tvöfaldir þættir eru komnir og þetta byrjar vægast sagt vel. 24 eru þættir sem fá fullorðna menn til að pissa á sig af spenningi og fullorðnar húsmæður til að fórna öllu eins og eldamennsku, þvotti og straujun bara til að sjá sinn Jack Bauer.
Jack er orðinn vampíra, sást vel í einum af þessum þáttum. Það þótti mér ofursvalt
Ég gat nú ekki annað en flissað þegar Jack mætti í Jesúgallanum, alla leið frá Kína!