Ég þarf því miður að hryggja lesendur síðunnar og aðdáendur að fyrirhugaðir tónleikar Drengjakórs Breiðholts á hlustendaverðlaunum FM9,57 hefur verið aflýst.
Ástæðan er kannski einum of löng til að rita hér og kemur heldur ekkert öllum við. Óásættanlegur ágreiningur kom upp sem gerir það að verkum að kórinn setti hnefann í borðið og ætlar ekki að koma fram.
Framundan er skipulagning stórtónleika með Drengjakórnum og Togga sem verða auglýstir hér og víðar þegar nær dregur.
Fylgist með Drengjakórnum. Hann ætlar sér hluti.
Ég bíð spennt!!!!!!
Demitt…. var orðinn spenntur að sjá ykkur aftur í Telle. Og til congrats með nýja lúkkið. Sammála kommentum um að það taki tíma að venjast nýju lúkki, en ég er alveg að kaupa þetta.
…En ef þetta gengur ekki upp þá skal ég glaður gefa þér html-ið af síðunni minni ef þú vilt.