Ný útgáfa af sex og hálfs ára vefsetrinu. Ekki seinna vænna. Líka ný vél bakvið þetta, MovableType er dottið út og WordPress komið í staðinn. WP lítur virkilega vel út, viðmótið er allt miklu léttara og skemmtilegra en MT.
Ef eitthvað virkar ekki eins og það á að virka þá látið þið mig vita. Egill fær þúsund þakkir og knús fyrir að importa öllum bloggum og kommentum úr gamla kerfinu í það nýja, hann er og verður alltaf svarthvíta hetjan mín.
Til hamingju Ísland.
Sami Gummi, kannski, en mér líkar ekki vel við þetta.
ég er eiginlega sammála, það vantar einhvernveginn Gumma karakterinn í þetta
Hvar er til að mynda Gummi vikunnar?
Krakkar mínir, þetta er work in progress. Rólegan æsing. Gumma-yfirbragðið kemur allt saman inn.
Wow, Gummi. New look. You caught me by surprise! Looks good, though!
Best.
Lurve,
-J
Gummi…err..ég veit það ekki..mér brá svo þegar síðan kom upp á skjáinn…ég ætla að melta þetta aðeins…
… er fólk að grínast eða er það virkilega svona viðkvæmt?
Það er voðaleg viðkvæmni fyrir útlitsbreytingum almennt í gangi. Mér finnst þetta mjög flott.
þetta er ekkert hræðilegt finnst mér. Finnst bara e-ð Gummalegt vanta, finnst þetta e-ð pínu skrítið.
vó töff töff töff
…það vantar….BBQ!
Tregðulögmálið í hnotskurn 😉
Mér finnst þetta flott Gummi!
Það er ekki bara gamlt fólk sem er illa við breytingar – áralangar rannsóknir mínar sína að þetta er sammannlegt. Við skulum samt ekki kalla þetta vandamál í fötum.
Laglegt hjá þér kallinn.
Ein athugasemd þó. Þú hefðir mátt skilja eftir athugasemd í gamla RSS’inu þínu. Ég var fyrst að fá fréttirnar núna þegar ég rambaði inn á þig af Google.
p.s. google linkarnir virka ekki lengur og ekki heldur linkarnir inn í færslunum þínum á aðrar færslur … just being a PITA 🙂
p.p.s. svo er „(title unknown)“ í nýja feedinu þínu svolítið underconstruction-legt