Eftir langa fundarsetu með forsprökkum Drengjakórsins, Togga og FM9,57 hefur verið komist að niðurtöðu um tónleikahald á téðum hlustendaverðlaunum.
Toggi mun koma fram ásamt hljómsveit en án Drengjakórsins. Kórinn vinnur ekki í sjálfboðavinnu, svo einfalt er það. Það var ekki gengið að kröfum okkar og þar við situr. Listamenn láta ekki bjóða sér hvað sem er.
Þegar að Drengjakórinn kemst á listamannalaun hjá hinu háa Alþingi munum við kannski endurskoða þetta fyrirkomulag en í dag og næstu mánuði verður þetta svona.
Ég er ánægð með þessa stöðu ykkar! ekki láta bjóða sér hvað sem er.. þið eruð alvöru tónlistarmenn og það á ða koma framm við ykkur þannig 😉