Bóndadagurinn fór framhjá mér og mér er svo sem sama um það. Dóri eiginlega summar þetta upp manna best.
Ég er samt manna spenntastur fyrir Öskudeginum sem nálgast nú óðfluga. Búningurinn minn er tilbúin, fór í mátun í gær og þetta lítur allt mjög vel út.
Takmarkið er að ná sem flestum verslunum í miðbænum og ná ca 1350gr af sælgæti og eitthvað af Trópí og Svala. Ef tíminn verður mér í hag mun ég skunda í Glæsibæ, þar er hefur alltaf verið gefið vel í gegnum tíðina.