Arnar 6 ára kallar ekki allt ömmu sína, í raun kallar hann ekkert ömmu sína. Ef stelpur vilja ekki tala við hann eru þær sjálfkrafa lesbíur og ef einhver er ekki sammála honum er viðkomandi einfaldlega fáfróður.
Arnar gekk nýlega í Sjálfstæðisflokkinn svona eins og allir ungir menn eiga að gera. Arnar hefur alltaf náð að fara undir radarinn í þessum hægri sinnaða vinahópi og sloppið við að ganga í flokkinn, það hafa einhvern veginn allir gengið út frá því að hann væri bara í flokknum. Um leið og þetta komst upp tekur Bolli til óspilltra málanna. Bolli stekkur upp til handa og fóta og gengur strax í málið og reddar umsóknareyðublaði.
Hr 6 ára fannst ekki nóg að rétta Bolla umsóknina, enda Bolli bara borgarfulltrúi í Reykjavík, hann vildi fara beint í höfuið flokksins sem var auðvitað auðsótt mál enda Geir maður fólksins..
Við sjáum mynd sem var tekin við þetta tækifæri.
Þetta er lygi. Þessi mynd er tekin í fimmtugsafmælinu hans pabba í Breiðfirðingarbúð.
Ég pikkaði þarna út tvö aðalatriði:
1.,,Ef stelpur vilja ekki tala við hann eru þær sjálfkrafa lesbíur og ef einhver er ekki sammála honum er viðkomandi einfaldlega fáfróður…“
2.,,það hafa einhvern veginn allir gengið út frá því að hann væri bara í flokknum“
Vel að orði komist.
ég er með þér bjarni: Vel að orði komist!!!