Þetta er rosalegt, últra svalt eins og Óli Jóh myndi segja. Það er komin nettur púki í menn ,biðin eftir Neon Bible verður erfiðari og erfiðari. Fyrsta lagið er þó af Funeral, Wake up heitir það og er í flottri acoustic útgáfu hér. Seinna lagið er Intervention sem ég setti sem tóndæmi inn í gær. Líka flott útgáfa en sárlega vantar þó pípuorgelið.
Oh ég elska Arcade Fire.. ó svo flott!