Þáttur Jóns Ólafssonar síðasta laugardag er bestur þáttur hans til þessa án nokkurs vafa. Þema þáttarins var grasrótin og frábær flutningur sveita eins og Retro Stefson og Hjaltalín gerði þetta að frábæru sjónvarpsefni.
Þáttur Jóns Ólafssonar síðasta laugardag er bestur þáttur hans til þessa án nokkurs vafa. Þema þáttarins var grasrótin og frábær flutningur sveita eins og Retro Stefson og Hjaltalín gerði þetta að frábæru sjónvarpsefni.
Sammála. Hjaltalín voru breint út sagt æði. Í næsta þætti spilar blúshljómsveitin mín Bumcats, þó án mín. Það verður stuð.
Mjög góður þáttur. Ekki oft sem ég nenni að horfa á eitthvað tvisvar í sjónvarpinu.
Ég vil meina að bæði Retro Stefsson og Hjaltalín séu enn betri en þau sýndu þarna í hinum góða þætti Jóns. Báðar sveitirnar stóðu sig til dæmis alveg fyrna vel á frábærum útgáfutónleikum Benna Hemm Hemm og sýndu miklu stærri og meiri töffaraskap en þarna hjá Jóni. Sérstaklega sýndi söngvari RS mikla breidd þar.
Mér fannst annað líka fínt. Ungu krakkarnir sem ég hafði ekki heyrt í áður, Indigo og Sprengjuhöllin. Sprengjuhöllin er alveg fín ofan á brauð.
Sammála, góður þáttur! Þarf vart að taka fram að meðlimir Retro Stefsson, Hjaltalín og Sprengjuhallarinnar eru flestir úr MH, mitt fólk 🙂
Snilldar þáttur… þessar hljómsveitir eru e-ð til að fylgjast meira með það er alveg á hreinu!
Hjaltalín eru líka vel mönnuð 😉 þar er fólk af sérstaklega góðum ættum. Þá á ég sérstaklega við fiðluleikarann..