matur já matur

Kvöldmaturinn í kvöld var góður. Mjög góður þótt að ég segi sjálfur frá. Eiginlega þarf Hlynur að setja inn athugasemd um matinn þar sem að ég er ekki hlutlaus. Arnar fékk ekkert að borða því það var engin skinka í matinn, það er það eina sem hann borðar. Skinka er bleik, bleik eins og….. (þeir botna þessa setningu sem kunna hana)

Ég bjó kjúklingarétt með rauðu karrý, litlum maísstönglum, rauðlauk, bambus og grænum chili. Bæði var maturinn einstaklega bragðgóður og svo sterkur, tveir eiginleikar sem ég sjálfur hef. Ég er sterkur og bragðgóður.

Þessi færsla var sérstaklega sett inn svo að móðir mín sjái að ég sé bæði að elda og að borða hollan og góðan mat. Hún heldur örugglega að ég borði bara skyndibita og kattamat.

Talandi um karrý að þá þoli ég ekki svona gult karrý eins og hefur verið notað í íslenskri matargerð. Íslenskt kjöt í karrý er t.d viðbjóður. Rautt karrý er aftur á móti virkilega gott og svo eru auðvitað til þúsund aðrar tegundir, en þetta gula gamla er búið til af djöflinum sjálfum.

6 athugasemdir á “matur já matur

  1. nenniru að bjóða mér í mat næst! Er uppí skóla öll kvöld og nenni aldrei að keyra uppí Breiðholt. Hef gefist uppá því að spurja Hlyn hvort það sé eitthvað í matinn hjá honum. Ég lofa að hrósa eldamennskunni hér í kommenti.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s