HM Stofan

Eins og það er gaman að fylgjast með öllum þessum handbolta að þá finnst mér HM Stofan hjá íþróttadeild sjónvarspsins ekki vera mér að skapi, mér finnst hún bara vera óttalegt flopp. Viðmælendur þáttarins eru ekki alltaf af þeim meiði að eiga að vera að tala um handbolta í sjónvarpi og mér finnst vanta alla alvöru upplýsingar eins og t.d. tölfræði og allar helstu upplýsingar.

Í stað þess að rýna í tölfræði og velta hinum og þessum möguleikum fyrir sér í leikkerfum og taktík er bara talað við ungar handboltastelpur trekk í trekk og aðra viðmælendur sem hafa í raun ekkert að segja sem fólk veit ekki nú þegar. Svo er mér öllum lokið þegar að hið ágæta starfsfólk sem við þetta vinnur les tölvupósta frá íslenskum krökkum sem að eru að skrifa bréf til þáttarins.

Ég hef ekkert á móti þessu fólki, það veit oftast hvað það er að gera en fréttamennskan er mér ekki að skapi. Ég vil meiri tölfræði og meiri fróðleik, fá að vita eitthvað sem ég vissi ekki. Ég veit alveg hvenær næsti leikur er, hvað þessi leikur þýðir og að við verðum að vinna, ég er að treysta á þá til að segja mér og hinum það sem við vitum ekki og að þeir velti sér uppúr hlutum sem skipta máli.

3 athugasemdir á “HM Stofan

  1. ég er þér algerlega sammála…svo eru þeir alltaf að sýna inní betri stofuna þar sem að einhverjar kellingar í íþróttakennaraskólanum á laugarvatni eru að öskra, og ég lofa því að þær vita ekki afhverju skref og ruðningur eru dæmd….apaskapur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s