Enn af L82

Um helgar gista oft einhverjir aðrir en ábúendur L82 í rekkjum íbúðarinnar. Stundum eru það vinir og vandamenn sem fá að nota sófann ef vera skyldi að ölvun og leigubílaröð hentaði ekki viðkomandi en enn oftar er það vegna þess að misgáfulegir kvenkostir hafa náðst í gildruna.

Eitt af betri grínum L82 var þegar ein stúlkukindin álpaðist í gildruna og var send grunlaus inn til Hlyns sem var steinsofandi. Svipurinn á Hlyn að vakna við að sjá ókunnuga stelpu labba inn til sín verður fastur í langtímaminninu um ókomin ár.

Áður en haldið er til svefns þarf að bursta tennur, það eru húsreglur á L82. Það á bæði við um ábúendur býlisins sem og þeirra sem gista í sófum og skápum.

Ein slík mynd náðist þegar að Arnar dró einhverja stelpu út af landi í L82. Hún heitir Brynja og er hress. Hún er hér formlega kynnt í hópinn og þess má til gamans geta að hún spilar Xbox og á erfitt með gang upp Laugaveginn á síðkvöldum. Á myndinni má sjá mig, Arnar, Hlyn með KarateKid bandið sitt og Brynju að segja Karíus og Baktus stríð á hendur.

5 athugasemdir á “Enn af L82

  1. Ég þekki þessa stelpu og ég skil vel að henni finnist erfitt að ganga Laugaveginn enda utan að landi og vön að taka leigubíl:)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s