Í fjölskylduboðum og öðrum mannfögnuðum er mikið spurt um lífið á L82. Hvernig það sé að vera miðbæjarrotta og þar fram eftir götunum.
Ekkert að því enda menn forvitnir um gjálífið og ólifnaðinn. Lífið á L82 er afskaplega ljúft skal ég segja ykkur. Þar er eldað og þvegið eins og á öllum venjulegum heimilum. Þangað koma góðir gestir og þá er haft kruðerí á borðum. Í raun er þetta mjög eðlilegt heimilshald sem eflaust kemur mörgum á óvart, margir halda að það sé partý alla daga. Dagarnir eru misjafnir eins og þeir eru margir en eðlilegur dagur er einhvern veginn þannig að ég og Arnar komum á svipuðum tíma heim úr vinnu og dundum okkur og útréttum það sem þarf að gera. Horfum á sjónvarpið, eldum og skellum í vél. Engin vísindi, bara eðlilegt heimilshald.
Hlynur er í 100% vinnu og 100% mastersnámi og í Hjálparsveit og því kannski ekki eins mikið heima og hann vildi en svona er þetta með unglingana, alltaf nóg að gerea hjá þeim. Þegar Hlynur er heima er hann annað hvort í tölvunni eða að fara að sofa.
Látum eina mynd fylgja sem í raun sýnir heimilishaldið 100% í hnotskurn. Arnar sofandi á sófanum með kruðerí hjá sér.