Óli Jóh fær allan heiðurinn af tóndæmi dagsins. Við skulum hafa það á hreinu. Give credit where credit is due eins og sagt er.
M Ward, réttu nafni Matt Ward er tóndæmi dagsins. Platan hans Post-War á eyrun mín í dag enda frábær plata hér á ferð. Á plötunni bregða meðal annars fyrir Neko Case og söngvari My Morning Jacket, Jim James. M Ward er augljóslega að hanga með rétta fólkinu, það skín í gegn. Spilar með Connor Oberst sem allir þekkja sem Bright Eyes og hann spilar með sætustu stelpu indie poppsins, Jenny Lewis.
Fyrra tóndæmið er einmitt með Neko Case í bakröddum, ekki leiðinlegt að hafa Neko fyrir aftan sig. Hún er engill blessunin.
Seinna tóndæmið er lagið sem greip mig mest við fyrstu hlustun. Lagið er stutt, eiginlega of stutt en það er ákveðin sjarmi í því. This Whole World með Beach Boys er t.d. eitt fallegasta lag sem ég veit um, þó það sé svona stutt. Allt of stutt. Lagið felur í sér frábæra setningu um reyksprengjuna sem stunduð er á skemmtistöðum bæjarsins. Frábært að heyra hana ; „she´s got one magic trick, she´s got one and that´s it …… she disappears“
M. Ward er algjört gúddsjitt – prik í kladdann handa jóh-klani