Tóndæmi dagsins er sérstakt fyrir þær sakir að það er bæði gamalt og svo einstaklega frábært.
Í fórum mínum hef ég gamalt demo með Togga sem er ekki full unnið eða full klárað en það heyrir maður ekki enda er maðurinn sannur listamaður, hann gerir lagið gjörsamlega að sínu eins og Sigríður Beinteinsdóttir myndi orða það.
Ég náði ekki í Togga til að athuga hvort að þetta mætti fara á netið þannig að það verður bara að koma í ljós seinna hvort að þetta sé í lagi. Ég tek þetta þá bara út þegar að því kemur.
Á fyrstu tónleikum Togga þar sem hann kom fram opinberlega utan FB og ekki sem meðlimur tvíeykisins The Heartbreakers spilaði hann í fyrsta skipti hið stórkostlega Sexy Beast og svo þetta lag, þegar hann tók falsettuna öskraðu allir sem á Grand Rokk voru af hrifningu.
Lagið sem umræðir er Must Be Talking To An Angel sem að Annie Lennox og Dave Stewart í
Eurythmics gerðu frægt hér um árið eða 1985. Þetta er eitthvað sem ég vil sjá Togga lauma inná setlistann sinn á næstu tónleikum. Eina sem vantar í lagið er auðvitað Drengjakór Breiðholts.
Njótið, vel og lengi.
Toggi – There Must Be An Angel
snilld….
Dang, eina sem ég get sagt er: Must be „list’nin“ to an Angel……..
WOWOWOWOWO!!!!
Þvílík snilld! Hvenar eru næstu tónleikar hjá Togga? Hef enn ekki séð hann live :S
ef einhvern tímann var tilefni til „fílaða“ …
Vá, geðveikt flott útgáfa hjá Togga!!!!
Þetta er frábært, snilldar vel gert
„ekki full unnið eða full klárað“
Ja hérna! Ef svo er, þá endilega ekki klára það. Þetta er bara frábært, enda á repeat í iTunes.
Takk fyrir mig.