Í B boltanum á föstudaginn skoraði ég sjö mörk.
Í fótboltanum í dag í Breiðholtsskóla skoraði ég ekkert mark.
Það er stutt á milli hláturs og gráturs. Kiddi Jóh var við það að gráta að sjá yngsta Jóh strákinn skemma orðsporið fyrir honum og Lubbi SuperStræker (sem nota bene var hvorki super, né stræker í dag) hló. Hann gat svo sem hlegið því eitthvað stóð á mörkunum.
En ég stóð mína pligt ágætlega fannst mér. Tók vel við boltanum og kom honum vel frá mér, átti nokkrar góðar sendingar sem skiluðu af sér marki og það telur jú líka.
Þess má líka til gamans geta að Kiddi Jóh breytist í einhversskonar blöndu af Eric Cantona og Mussolini þegar hann gengur inná völlinn til að spila fótbolta. Það er öskrað og bölvað allan tímann og ekki sekúnda látin fara til spillis, ef maður er of lengi að taka boltann úr netinu eftir að andstæðingurinn skorar mark er hætt við að fá dauðastöruna frá honum. En hann spilaði vel, það telur mest.
„Það er öskrað og bölvað allan tímann“
Er til einhver önnur aðferð við að spila fótbolta 😐