Tóndæmi dagsins sá ágæti dagskrárliður hér á þessari síðu telst til mp3 blogga. Maður les ófá mp3 blogginn þessa dagana í leit að nýrri tónlist og til að sjá hvað er sisslandi kraumandi undir í grasrótinni og hvað telst til næsta stóra hlutar.
Hjalti Jakobsson, mikill snillingur og vinur minn er búin að skemma bloggrúntinn með snilldinni sinni sem Peel er. Peel er stórkostlegt forrit (sem virkar eingöngu á mac) sem fylgist með mp3 bloggunum mínum og segir mér hvað er nýtt. Nær í lögin ef ég vil svo, flokkar niður í möppur og setur í iTunes fyrir mig. Þetta hefur alveg breytt hvernig ég les mp3blog og í raun alveg mynstrinu mínu í að nálgast nýja tónlist.
Ég hvet alla makkanotendur til að ná í Peel og prufa gripinn. Það verður ekki aftur snúið.
Takk meistari!