tóndæmi dagsins

Fortíðarþráin blossar upp við að hlusta á tóndæmi dagsins. Þegar ég var ekki komin í unglingadeild fóru sumrin auðvitað bara í hangs. Körfubolti útí skóla, fótbolti úti á bakkavelli og allskonar rugl var það eina sem maður gerði ásamt því að spila tölvuleiki auðvitað. Nintendo hjá Helga Davíð og PC heima hjá mér, mjög einföld skipting.

Tölvan var í herbergi niðri í kjallara og þar dundaði maður sér í leikjum eins og Civilisation, Theme Park, Dungeon Keeper og Railroad Tycoon ásamt því að hlusta á Radíus bræður á Aðalstöðinni og svo eitthvað af vinyl plötum
Oftast hlustaði ég á Elvis á og svo á Chicago. þá eðalsveit.

Flestir þekkja 25 or 6 to 4 með sveitinni ef þeir þekkja þá eitthvað en færri þekkja uppáhalds lagið mitt sem heitir Fancy colors.

Maður fer bara sjálfkrafa í gott skap við að hlusta á tóndæmin, þau eru snilld.

Chicago – 25 or 6 to 4

Chicago – Fancy colors

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s