neyðarkall úr norðri

Slysin gera ekki boð á undan sér, það vita allir. Þess vegna er gott að eiga góða vini sem stökkva upp til handa og fóta þegar að neyðarkallið berst.

Í gærkvöldi upplifði ég mig í augnablik eins og ég væri enn á rauðu deildinni á Arnarborg (besti leikskóli landsins nota bene), nýbúinn að snæða kiwi og Svarta Pétur jógúrt með augu fóstranna starandi á höfuð mitt.

Ástæðan er ekki sú að ég sé með einstaklega fallegt höfuðlag heldur að ég var að raka mig í gærkvöldi sem er ekki í frásögur færandi nema að ég rakaði óvart af mér bartana myndarlegu sem ég og klippikrumlan mín vorum búin að sammælast um að skyldu halda sér og vera mér og mínum til sóma.

Fyrst fór ég full óvarlega í bartann vinstra megin og ákvað því að jafna þetta út hægra megin sem auðvitað mistókst.

Ofur klippikrumlan mín hún Ásta Ló svaraði því neyðarkallinu og tróð mér á milli kúnna í dag og lagaði það sem laga þurfti ásamt nettri snyrtingu enda árshátíð á laugardaginn og þá mun ég gera mér glaðan dag, sötra ölið eins og óður maður og dansa darraðadans sem mun svo ljúka með miðbæjar rúnti að vanda.

Þegar þetta er skrifað má ekki sjá að ég hafi dansað línudans við dauðann haldandi á rakvél ca. 24 tímum áður heldur er ég myndarlegri en nokkru sinni fyrr.

Mæli með að þeir sem að vilja líta vel út fari til Ástu Ló. Óli Jóh stundar sömu stofu og hún vinnu á og að tveir af þremur Jóh bræðrum stundi einu og sömu stofuna hlýtur að teljast besta auglýsing sem hægt er að fá.

Ein athugasemd á “neyðarkall úr norðri

  1. og Guffi gesta- Jóh stundar hana líka. Hvernig væri nú að láta það koma fram. Bara Ásta og Nonni fá að fikta í krullunum mínum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s