Í kvöld er ég búin að vera að passa Lísu, guðdóttur mína sem verður 4 ára núna í vor.
Að lesa fyrir hana svona fyrir svefninn var afskaplega vinalegt og einfalt þar sem hún hallaði sér upp að mér og ég las hverja bókina á eftir annarri við mikin fögnuð enda leikhæfileikar og líkamleg tjáning í hæsta gæðaflokki hérna megin.
Hér eftir mun Hlynur alltaf lesa fyrir mig áður en ég fer að sofa. Þetta er afskaplega notalegt og gott fyrir svefninn.
En hvað þú ert góður frændi!