Íranir eru svo flippaðir. Svona mitt á milli rifrilda og sáttafunda yfir kjarnorkumálum að þá eru þeir að ibba gogg um kvikmyndina 300 sem ég vægast sagt hlakka mikið til að sjá. Mæli hiklaust með að fólk skoði trailerinn fyrir þessa mynd.
Í fyrsta lagi væri gott að benda þeim á að þetta sé bara kvikmynd. Heimsbyggðin er ekkert að fara að fella dóm um írönsku þjóðina útaf henni, alheimurinn er fyrir löngu hvort sem er búin að mynda sér skoðun á þjóðinni útaf öðrum hlutum. Misgáfulegum að sjálfsögðu.
Í öðru lagi væri í lagi að benda þeim á að ríkisstjórn Jamíka var ekkert að hækka róminn yfir því hvernig landið þeirra kom út í Weekend at Bernies 2 eða í Cool Runnings.
Ertu fróður um sögu Íran Gummi?
Hverju skiptir það? Ég er bara að hrista hausinn yfir því að menn séu að kvarta yfir því hvernig það kemur út í bíómynd hvað forfeður þeirra brölluðu árið 480 f.k.
…að kvarta yfir einhverju þjóðareitthvað er svoooo mikið punktur.is
ég mæli með teiknimyndasögunni 300. Það er hressandi fyrirbæri. Ég efast nú líka um að nokkur maður túlki þessa frásögn, þó hún styðjist að einhverju leyti við sagnfræði, sem einhvern sannleik um Írana, Spartverja eða nokkurn annan ef út í það er farið. Þetta er testesterón og blóð, lítið meir. En þvílíkt testesterón og þvílíkt blóð…sjæse!
Vonandi að myndin verði jafn massív og bókin, þá ætti þetta að verða svakalegt