Loksins er ég búin að setja inn eitthvað form af tenglalista eins og fólk var að væla yfir að vantaði hingað inn. Listinn raðast upp af handahófi í hvert skipti sem síðan er keyrð inn og því ekkert vinsældarkerfi eða dót í gangi.
Það vantar eflaust einhverja inn enda setti ég bara inn í flýti svona þá sem ég mundi eftir. Ef þér finnst eitthvað vanta er bara að láta vita og ég laga það.
Þakka Bjögga fyrir hjálpina, þetta var vesen og það er honum að þakka að það lagaðist.
Sem internetþjónustan þín, þá mótmæli ég harðlega. Þetta hefði ekki verið vesen ef að þú hefðir hringt í þjónustusímann! 🙂
Dj. er þetta leiðinlegt, þarf virkilega að skrolla niður alla síðuna til að finna tenglalistann?????
Er það ekki bara eitthvað sem þú verður að sætta þig við? Ég nota ekki linkalistann og því ekki í 1.forgangi.
Annaðhvort gerir maður hlutina almennilega eða sleppir þeim, nema þetta sé svona lélegt forrit sem þú vinnur þetta í.
Egill, þú ert kominn með samkeppni, passaðu þig bara! 🙂
Link takk!
http://www.bingimar.is/
Fyrst þú ert nú byrjaður að betrumbæta…. hvernig væri að breyta Gummajóh myndinni í link yfir á forsíðu… Ég er alltaf að klikka á kallinn og ekkert gerist.
takk:*