Ábúendur L82 eru umhverfisvænir og því var tekin klukkustund eða svo að fara í gegnum allar dósirnar á heimilinu og telja þær. Eftir erfiðið kom í ljós um var að ræða meira en 1/3 af andvirði Wii tölvu ásamt aukahlutum og því var skundað í næstu verslun og fjárfest í Nintendo Wii.
Það verður að teljast ansi skrýtið að standa móður og finna svitaperlu myndast á enninu við það að spila tölvuleik. En það er gaman og þetta er gott hópefli.
Það er nelgt niður hér með hvað verður gert um páskana. Bjór og Wii.
Hey kúl, ég kíki við.
…ég er á leiðinni!
… Alltaf á leiðinni, til þess að segja þér hve heitt ég elska þig…
kem líka!
þið verðið svakavinsælir um páskana
Einmitt það sem L82 þarf – fleiri stráka…
Ég er alvarlega að íhuga að fjárfesta í eins og einni wiiiiiiiiii, fæ ég þá fullt af strákum í heimsókn til mín?
Þetta er frábært var full efasemda en eftir að hafa malað Hlyn 😀 Þá kem ég sko pottþétt aftur og tek einn leik eða svo:) Já og takk fyrir að bjarga tölvunni minni Gummi … Þú færð sífellt fleiri prik í kladdann minn;)
Semsagt, pulsupartý í L82;)
Ég kem um páskana og tek einn leik eða svo
djöfull tók ég ykkur bakkabræður í gegn í minni fyrstu prófun á þessum wii grip. Gummi og Hlynur voru báðir með tárin í augunum eftir að ég hafði sýnt þeim hvernig á að spila baseball. Annaðhvort er ég svona ógeðslega góður í þessu, eða þið svona ógeðslega lélegir. Eða bæði.
Maður tapar viljandi fyrir stelpunum til að fá þær aftur á svæðið. Maður tapar viljandi fyrir Togga til að hann fari ekki að grenja.
Djöfull er ég góð í keilu!
hei mig langar að prófa!!
mig er langar að prófa líka….. !!