íbúakosning

Til að viðhalda fullkomnu lýðræði verður því haldin lítin kosning. Menn skulu kjósa í formi komments. Endilega má setja með athugasemdir en hvað fólk kýs verður að koma skilmerkilega fram svo engin vafaatriði séu. Ef það verður ekki hægt að auðveldan máta að meta atkvæði viðkomandi verður það merkt dautt og ómerkt.

Spurningin er þessi:

Er það sem drengurinn í ljósbláa polo bolnum gerir svindl eða trikk?

Til að útskýra aðeins betur hvað er að gerast í myndbandinu að þá eru drengirnir tveir að spila tennis í Nintendo Wii. Drengurinn hægra megin lætur sig falla og lætur þann sem er vinstra megin halda að um líkamlega snertingu hafi verið að ræða og því hafi hann fallið. Um leið og drengurinn hægra megin rís upp tekur hann uppgjöf og skorar  stig. Hann ber við um að trikk sé að ræða og að þetta sé hluti af leiknum. Drengurinn vinstra megin er ekki sammála því og kallar þetta svindl.

Hvað finnst þér?

34 athugasemdir á “íbúakosning

 1. Leikaraskapur er klárlega hluti af leiknum en það verður samt sem áður alltaf litið á það sem svindl.

  Annars er ég ánægður með lagavalið, Yellow Magic Orchestra klikkar aldrei.

 2. ég kalla þetta að púlla Gumma…svona gerir maður þegar maður hefur ekki hæfileika eða getu til að sigra leikinn á jafnréttisgrundvelli og beitir því lúalegum brögðum til að koma andstæðingi sínum úr jafnvægi. Skiptir þá litlu hvort það er kallað svindl eða trikk, það er alltaf merki um getuleysi í viðkomandi leik.

  Gummi sjálfur púllar iðulega Gumma þegar við spilum tölvuleiki, hvort sem það er PES eða Wii. Munurinn á mér og Böb er hinsvegar sá að ég er fæddur sigurvegari hvað tölvuleiki varðar og því dugar ekki að púlla Gumma á mig, eins og Gummi getur vitnað um. Ég held hann gleymi því seint þegar ég rasskellti hann í PES með N-Írlandi gegn Argentínu. Gummi púllaði þá annað afbrigði af Gumma og grét eins og smábarn, sem dugði honum þó ekki til að slá mig útaf laginu.

  Því er niðurstaða mín sú að svindl/trikk umræðan sé óþörf. Gummi mun alltaf púlla Gumma, Böb getur sjálfum sér um kennt fyrir að láta gabbast. Ef Gummi slasast eða hlýtur íþróttameiðsl í miðjum tölvuleik (já, hann er eini maðurinn á landinu sem er fær um það), þá er hægt að hjúkra honum og vorkenna þegar leik er lokið. Böb passar sig ábyggilega á þessu næst.

 3. auk fyrra komments vil ég setja fram líkingu sem gæti kannski varpað frekara ljósi á könnunina og hugsanleg svör við henni.

  Ef maður lendir í bílslysi og þykist í kjölfarið ekki geta beitt sér sem áður, í þeim tilgangi að fá hærri bætur, er það partur af leiknum (trikk) eða er það svindl? Hvað segir ungi sjálfstæðismaðurinn við því?

  Í þessu dæmi er samt gert ráð fyrir að umræddur maður hafi raunverulega lent í slysi, það hefur hann þó umfram Gumma sem þóttist detta til að fá samúð og vorkunn.

 4. Kemur ekki á óvart að maðurinn sem skíttapaði í Wii um helgina kemur með langloku sem inniheldur í sér staðreyndarlausar blammeringar og næstum því lygar.

  Ég átti von á meiru frá þér Þorgrímur.

  Í kommenti Þorgríms er engin niðurstaða um hvort þetta sé svindl eða trikk. Eingöngu umræða um eitthvað sem liggur Þorgrími á hjarta.

  Atkvæði hans er því ekki gilt.

 5. það eina í mínu kommenti sem fellur undir „næstum því lygar“ (hvað svo sem það þýðir) er fullyrðing mín um að Gummi sé eini maðurinn á landinu sem er fær um að hljóta íþróttameiðsl eða líkamlegan skaða af iðkun tölvuleikja. Ég get nefnilega vel ímyndað mér að Guffi sé fær um það líka, af líkamsburðum hans og hreyfigetu að dæma. Ég hef hinsvegar ekki enn fengið það staðfest.

 6. Þorgrímur, farðu að blogga á þinni síðu. Þar getur þú tekið upp þessar ærumeiðingar í stað þess að taka stoltið sem þessi síða er niður á þitt plan.

 7. Svindl! Þarna er greinilega búið að gera hlé á leiknum til að hjálpa þeim sem liggur og því er leikurinn stopp þegar uppgjöfin er tekin.

 8. Valur hefur nokkuð góð rök fyrir því að þetta sé svindl.
  Ég er sammála, þetta er svindl.
  Og það mun vera víst að þetta er ekki hluti af leiknum.

  En mér þótti ritgerðin hans Togga nokkuð merkileg og vissulega hefur hann þarna eitthvað til málanna að leggja en kemst þó ekki að neinni niðurstöðu. Það vantar alveg botninn í þetta hjá honum.

 9. svo ég vitni í sjálfan mig:

  „Því er niðurstaða mín sú að svindl/trikk umræðan sé óþörf. Gummi mun alltaf púlla Gumma, Böb getur sjálfum sér um kennt fyrir að láta gabbast.“

  Hvernig er mögulega hægt að finna það út að ég komist ekki að neinni niðurstöðu? Mér er alveg fyrirmunað að skilja það. Niðurstaðan, svo ég skýri hana enn frekar, er sú að ég tel að það sé engin sérstök þörf á að ræða hvort um sé að ræða svindl eða trikk. Hér er um að ræða Gumma og það núllar út allt annað í þessum málum, þeir sem þekkja Gumma ættu að vera farnir að vita það.

 10. Þarna er klárlega um tæknilegt atriði að ræða. Samkvæmt ströngustu reglum hefði átt að stöðva tímann á meðan það er hlúð að meiddum leikmanni. Því hefði þessi uppgjöf átt að vera ólögleg þar sem ekki var búið að flauta leikinn á aftur. En svo er það spurning hvort að tíminn hafi verið stöðvaður yfirleitt en þá gefur það auga leið að ekki þarf að flauta leikinn á aftur.

  Ég segi samt svindl þar er þetta er algjörlega á skjön við það sem við köllum íþróttamannslega hegðun…

 11. Að púlla Gumma þýðir bara að vera með mikið keppniskap. Ég geri það sem ég get til að vinna enda þoli ég ekki að tapa. Þegar maður er yngstur þriggja bræðra elst maður upp við það að gera allt sem maður líkam og andlega getur til að geta tekið þátt og verið jafnoki bræðra sinna.

  Einmitt útaf því tala ég líka hátt, annars hefði aldrei verið hlustað á mig í æsku. Bræður mínir hefði talað mig í kaf.

  Að púlla Gumma þýðir samt ekki að maður sé svindlari eða svífist einskins til að ná fram vilja sínum. Eins og Toggi réttilega bendi á þarf maður fólk bara að læra á Gumma og fólk á að vita þegar það mætir mér að það þarf að eiga sinn besta leik. BRING YOUR A GAME!

 12. Hver man ekki eftir atvikinu í leik Fram og KR þegar að Framarar spyrntu boltanum útaf þegar að einn leikmaður lá meiddur á vellinum. Í stað þess að Kr-ingar myndu gefa boltann aftur á Framara eins og vaninn er þá tók Þormóður Egilsson innkast og sendi boltann langt fram á Rikka Daða sem að brunaði upp völlinn og skoraði.
  Þetta er því miður ekki ólöglegt, og ekki svindl en vissulega er þetta óheiðarlegt.
  Það má því kannski segja að Gummi líkist drulluháleistunum í KR en það er ekki hægt að kalla hann svindlara. Óheiðarlegan spilara væri nær lagi.

 13. „Enginn er annars bróðir í leik“

  En voðalega kemur mönnum eitthvað á óvart að Guðmundur sé alræmdur svindlari, ég hélt að þetta vissu allir.

 14. Ég bjó nógu lengi á Ítalíu til að finnast þetta bara sniðugt trikk. Ítalski fóboltinn gengur alveg út á svona dans, og þetta er nokkuð vel gert.

 15. WALTER: Over the line, Smokey! I’m sorry. That’s a foul.

  SMOKEY: Bullshit. Eight, Dude.

  WALTER: Excuse me! Mark it zero. Next frame.

  SMOKEY: Bullshit. Walter!

  WALTER: This is not Nam. This is bowling. There are rules.

 16. þetta er e-ð sem gummi þarf bara að gera upp við hið æðra þegar að dómsdegi kemur,
  þangað til er þetta bara óheiðarlegt trikk.

  Böb fær þó að öllum líkindum betri meðferð vegna þess að hann brá sér frá hita leiksins til að hlúa að náunganum, það kallast bróðurkærleikur.

  …gangið hægt um gleðinnar dyr drengir mínir og ég sé ykkur von bráðar

 17. Ég tel að Gummi hafi náð sér í mjög ódýrt stig með þvílíkum ítölskum leikhæfileikum,

  En aftur á móti var þetta snilldar Trikk/leikur hjá honum

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s