Grapewire

Ég vil óska Smekkleysu og Grapewire mönnum innilega til hamingju með búðina sína. Þó hún selji bara eitt lag akkúrat núna er alveg á hreinu að þarna er komið alvöru tól sem ég er tilbúin að nota. Svo skemmir ekki fyrir að Earth Intruders er gott lag, virkilega gott lag. Og þetta segi ég sem er ekki einu sinni Bjarkar fan.

88 krónur fyrir lag er virkilega sanngjarnt fyrir eitt lag. Segjum að þetta verði normið að þá kostar 12 laga plata í kringum 1100 krónur sem er virkilega gott verð og eitthvað sem ég er til í að punga út fyrir. Kerfið er einfalt í notkun, ég get valið um AAC eða mp3 og stór plús fyrir þá er að ég get bæði valið um þetta tvennt sem og þrennsskonar skrár en ég get valið um 128 kbps, 256k bps og 320 kbps. Rúsínan í pylsuendanum er svo auðvitað að lögin hafa enga vörn, ekkert DRM á þessum bænum.

iTunes er ekki í boði á Íslandi nema í gegnum bakaleiðir og tonlist.is er ekki húsum hæf en þar er boðið uppá 192 kbps WMA skrá sem er með blússandi DRM og maður þarf að borga aukalega til að geta skrifað lögin til að hlusta t.d. á lögin sem maður var búin að kaupa í bílnum sínum. WMA virkar svo ekki á iPod sem er vinsælasti mp3 spilarinn en bæði AAC og mp3 virkar á iPod. Það er engin lausn að kóða WMA lög yfir í mp3 svo þau virki á iPod því þá tapast gæði, það tæpast gæði við að kóða lögin úr WMA yfir í mp3 og maður á ekki að sætta sig við það að varan sem maður keypti tapi gæðum við það að breyta henni svo maður geti nýtt hana almennilega. Það vandamál er úr sögunni hjá Grapewire.

Prufið Grapewire og kaupið lagið hennar Bjarkar. Prufið kerfið, sjáið hvað þetta er einfalt, hratt og sniðugt og styrkið þá svo þeim vaxi ásmegin.

Lifi samkeppnin og ég óska þess að sem flest af dóti komi þarna inn. Ég væri t.d. mikið til að Smekkleysu katalógin komi þarna inn enda eitthvað af plötum frá þeim sem ekki eru ekki lengur til, upplagið löngu búið. Það myndi lagast hér með.

5 athugasemdir á “Grapewire

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s