Framsókn

Einu sinni var Hlynur í stjórn Ungra Framsóknarmanna í Reykjavík. Já ég veit, ég veit. Það er ógeðslega fyndið og það er dagsatt.

Þá skráði hann mig í Framsóknarflokkinn sem hluti af smölun vegna aðalfundar sem var á döfinni til að kjósa sig og hans menn. Ekkert að því svo sem, ég stóð mína pligt og kaus Hlyn enda hann bændasonur úr Árbæ (sem er vitlausu megin við Elliðarárnar).

Ég hef aldrei sagt mig úr Framsóknarflokkum og ég hef aldrei kosið flokkinn heldur. Þeir hafa ekkert angrað mig ,þeir senda mér ekki tölvupóst og ég fæ næstum aldrei markpóst frá þeim heldur þannig að ég veit ekkert af þeim og þeir vita ekkert af mér.

Í þau fáu skipti sem ég þó fæ markpóst frá Framsóknarflokkum eru þetta aldrei neinir glansbæklingar eða auglýsingar heldur persónulegbréf sem stíluð eru á mig og undirskrifuð af Sæunni Sævarsdóttur eða Guðjóni Ólafi Jónssyni eða þá þeim báðum.

Það sem stingur mig svo með þessi bréf þeirra þar sem tilkynnt er um vorfögnuð, kökubasar Framsóknarkvenna, ósk um að ég verði sjálfboðaliði í kosningum eða eitthvað svoleiðis dót eru öll á bréfsefni Alþingis. Umslagið eða bréfið sjálft er allt með haus Alþingis og hvergi sést græni liturinn.

Þýðir þetta að þessir ágætu þingmenn séu að senda mér markpóst og plögg fyrir sinn flokk á kostnað Alþingis? Má það? Ættu þeir ekki frekar að senda svona frá skrifstofu Framsóknar eins og hinir gera?

2 athugasemdir á “Framsókn

  1. Þetta mun vera Sæunn Stefánsdóttir góðvinkona mín og ekki kannast ég við að hún sé Sævarsdóttir. En þér er fyrirgefið enda eiga Arsenal-menn erfitt uppdráttar um þessar mundir:)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s