mamma jóh og Bjarni Ara

Í gær var stór dagur fyrir móður mína en þá fór hún á svið og tók lagið. Undirbúningur fyrir þetta atriði var búin að standa yfir í nokkra mánuði enda um stórafmæli að ræða hjá Rebekkustúku númer 7, Þorgerði þar sem móðir mín er stórt númer, stórvesír, stórmeistari eða hvað sem þetta heitir. Hún var formaður afmælisnefndar og því sjálfkrafa aðalnúmerið á afmælinu sem var haldið í gær.

Aðalnúmerið var að mamma kom ofan úr lofti í sérsaumuðum silkikjól sem hún skartaði eins og fegurðardrottning og byrjaði að syngja. Þeir sem þekkja Mömmu jóh vita að henni finnst ekki leiðinlegt að taka lagið og þarna var engin undantekning.

Hún kom eins og áður ofan úr rjáfri í stól skrýddan fjöðrum við ótrúlegt lófaklapp sem eitt og sér hefði getað rutt niður Berlínarveginn. Þegar hún var búin með eitt vers eða svo kom látúnsbarkinn úr salnum og byrjaði að syngja með henni. Bjarni Ara sjálfur var sem sagt kominn og söng með Mömmu Jóh. Þetta var ótrúlegt að sjá og gaman að sjá fínar frúr með maskarann niður kinnar grátandi af gleði og fínir herrar í kjólfötum með gæsahúð upp eftir öllu baki.

Eftir atriðið tók ég mynd af þeim saman baksviðs.

8 athugasemdir á “mamma jóh og Bjarni Ara

  1. Dona Pedro er Rebekka líka, og ég er gamli hirðgítarleikarinn hans Bernie Harrison. 1 degree of separation. Mamma sagði að Bernie hafi galdrað Bekkurnar upp úr skónum…

  2. Kristrún Pétursdóttir er Rebekka.

    Toggi, þú veist að þú ert gítarleikarlaus ef Búningarnir fara að túra, og gítarleikaralaus geturðu gleymt þessu. Þótt þú eigir Seagull eins og James Blunt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s