Ég hef aldrei verið mikill Manic Street Preachers maður en nýja platan þeirra er fá blússandi fína dóma þannig að maður þarf kannski að renna henni í gegn einu sinni eða svo og sjá hvað kemur útur því.
Fyrsta smáskífan af plötunni gefur líka virkilega góð fyrirheit enda fínasti slagari þar á ferð. Það sem gerir lagið svo enn betra að hlusta á og sérstaklega að horfa á er að Nina Persson, sú sænska gyðja og einhver sætasta stelpa tónlistarheimsins. Lagið er grípandi, sumarlegt meira að segja og svo fíla ég þegar að Nicky Wire kemur inní lagið á 2:48, hann er svalur gaur. Mér finnst nefnilega James Dean Bradfield hálf leiðinlegur.
Manic Street Preachers – Your love alone is not enough.
Hóst hóst
great minds think alike sagði einhver! svei mér þá.
Þokkalega. Ég hélt að þú hefðir fengið hugmyndina hjá mér og bara gleymt að minnast á það.
En merkilegt að við skulum hafa ákveðið að skrifa færslur um þetta með svona stuttu millibili. 🙂
Og það er engin sætari en Nina. eða allavegana engin jafn töff og hún.
„Mér finnst nefnilega James Dean Bradfield hálf leiðinlegur.“
TRÖLL HAFI ÞÍNA VINI!!!