Á laugardaginn var létt gill með góðu fólki sem flest á það sameiginlegt að vera miklir og góðir áhugamenn um tónlist. Þar kom uppúr krafsinu skoska sveitin The View sem ritstjóri snilldarinnar lagði upp með að væri skylduhlustun í partýinu. Var þá sérstaklega lagt hart á að lagið Superstar Tradesman myndi hljóma ótt og títt á L82. Við því var orðið og sér maður ekki eftir því. Lagið er grípandi, mjög breskt og til þess fallið að verða spilað miklu meira en góðu hófi gegnir. Þetta er svona lag sem maður getur fengið á heilann.
Það verður því lagt upp með að fá það á heilann á hlustendum síðunnar líka.