VAKNING!

Á leið í bæinn á laugardaginn var gert grín.

Ég var í veislu í sal Fríkirkjunnar að fagna með góðu fólki þeim merka áfanga að ljúka háskólanámi og þegar því var lokið var skundað í bæinn.

Það var arkað út Miðstrætið þar sem Ari Tómasson býr og út í glugga var systir hans hún Anna. Ari mætti ekki í veisluna og við spurðum hana hvar drengurinn væri. Hann var þá bara sofandi niðrí herberginu sínu samkvæmt henni.

Hvað gera ölvaðir drengir og telpur þá? Jú þeir biðja um að láta hleypa sér inn svo hægt sé að vekja drenginn enda klukkan að verða tvö um nótt og það sannarlega það besta í stöðunni. Við vildum bara fá Ara með okkur í bæinn enda er hann gleðigjafi.

Anna hleypir okkur inn og 12 manna hópur arkar inní holuna hans Ara syngjandi og trallandi „Hæ hó jibbi jei!“ við dræmar undirtektir staðarhaldara svo ekki meira sé sagt. Ara litla snúllumús fannst óþægilegt að hafa ókunnugt fólk inná teppi hjá sér að syngja íslensk dægurlög.

Orðið á götunni segir að til sé myndband af þessum misheppnaða gjörning en ég hef það ekki fyrir víst. Sum grín eru þannig að þau fara stöngin inn, önnur fara stöngin út.

Hvað þetta grín / ekki -grín gerir fyrir framtíð Forgotten Lovers verður framtíðin að segja til um. Það er ekki gott að söngvarinn og hljómborðsleikarinn séu ósáttir. Bassafanturinn verður þá bara að stilla friðinn.

Myndin sýnir Vidda, Gumma og Bingimar vera að vekja Ara.

3 athugasemdir á “VAKNING!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s