tóndæmi dagsins

Vakningin sem tröllreið öllu um að Sufjan Stevens væri frelsarinn endurfæddur hefur dalað mikið síðustu mánuði. Í raun mætti segja að lítið sem ekkert væri básúnað um Sufjan/Jurgen Stevens hér á landi eftir stórkostlega tónleika hans í lok árs 2006.

Verkefni Jurgens um að gera plötu um öll fylki Bandaríkjanna er metnaðarfullt en nær því að vera brjálæðislegt, það gerir engin plötu um hvert fylki Bandaríkjanna. Það þarf engan smá mega-lo-maniac til að ráðast í svona verkefni. Ég fíla Sufjan en ég ætla mér ekki að setja manninn á einhvern sérstakann indie guða stall. Hann er ekkert stærri en t.d. Stephin Merritt (magnetic fields), Jeff Tweedy (Wilco) eða Stuart Murdoch (Belle & Sebastian) í mínum huga.

En hann gerir góð lög og tónleikarnir hans voru frábærir. Því er ekki úr vegi að setja inn tvö tóndæmi með Sufjan Stevens á tónleikum. Upptakan er frá 13.október 2006 sem er ca mánuði á undan tónleikunum í Fríkirkjunni.

Lögin tvö sem boðið er uppá er hið frábæra Man Of Metropolis Steals Our Hearts sem er um Superman. Frábært hvernig lagið byrjar á tónum John Williams sem gerði Superman þemalagið fyrir kvikmyndirnar með Christopher Reeves. Seinna lagið er óútgefið en er í mínum huga eitt besta Sufjan lag allra tíma. Það heitir Majesty Snowbird og er yndislegt.

Sufjan Stevens – Man Of Metropolis Steals Our Hearts

Sufjan Stevens – Majesty Snowbird

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s