tónleikar / tóndæmi dagsins

Menningarsumarið 2007 var formlega sett á föstudaginn. Það er víst ekki næg menning að sitja bara í sólinni og drekka bjór, þó sumum finnist það. Í kjólfötum var skundað í Laugardagshöllina (sem síðuskrifari hefur klifrað uppá) til að sjá Dúndurfréttir taka meistarastykkið The Wall með Sinfóníuhljómsveit Íslands (sá sem kallar sveitina Melabandið mun deyja hægum dauða í vítieldi Lúsifers).

Upplifunin þetta kvöld var langtum sterkari og meiri en ég átti von á. Gæsahúð á gæsahúð ofan var nokkurn veginn það sem ég upplifði trekk í trekk þetta kvöld, spilamennskan í heimsklassa og útsetningarnar frábærar. Sinfónían var hvorki í aðal né aukahlutverki, hún bætti við á réttum stöðum og dró úr þar sem ekki var þörf á henni. Mér fannst Ragnar í 2.fiðlu skara framúr, nokkuð ljóst að ferðin hans til Vínarborgar hefur borgað sig svo um munar.

Þegar barnakórinn mætti á svæðið out of nowhere í Another brick in the wall gapti ég hreinlega af hreinni undrun, þetta var snilldin ein.

Dúndurfréttir hafa innanborðs einhverjar bestu músíkanta Íslands bæði í spilamennsku og í söng. Pétur og Matti eru hrikalega góðir söngvarar og Einar, örvhenta leynivopnið úr Borgarnesi refsar gítarnum eins og engin sé morgundagurinn. Maðurinn er ekki hægt eins og Einar Bollason myndi segja.

Eina sem skyggði á annars frábæra tónleikaupplifun var sætisfélagi minn. Villi var hægra megin við mig og stóð sig vel, hallaði sér upp að mér á réttum augnablikum og leyfði sér að gráta þegar tilfinningarnar báru hann ofurliði. Vinstra megin við mig var aftur á móti týpa sem ég almennt gúddera ekki.

Dúndurfréttir eiga nefnilega ákveðin aðdáendahóp. Menn á aldrinum 30-40 ára sem allir hlusta á Rokkland, hafa allir ákveðnar skoðanir á tónlist og eru oftast bifvélavirkjar eða smiðir. Þetta eru menn sem hafa hátt, vita oftast ekkert hvað þeir eru að básúna um og eru almennt öðrum til kringum sig til ama. Einn slíkur maður var hliðina á mér, hann mætti vel kenndur og var með börnunum sínum augljóslega í þeim tilgangi að sýna þeim alvöru tónlist. Hann öskraði bravó, bravó bravissimó og SNILLINGAR og bað um óskalög. Hann bankaði í mig og benti mér á að það væri í góðu lagi að syngja með, hann bankaði svo aftur í mig til að segja mér að það væri í lagi að standa upp ef ég væri í fíling.

Þessi maður er fáviti. Núna veit ég afhverju Villi neitaði að sitja í endasæti, hann hefur lent í svona mönnum áðu.r

Skellum inn tveimur lögum af The Wall í flutningi Dúndurfrétta. Upptökurnar eru af tónleikum Dúndurfrétta í Borgarleikhúsinu fyrir nokkrum árum, þær eru flottar og vel það. Setjum inn opnunarlag plötunnar In The Flesh
? og svo samtímaklassíkina Comfortably Numb.

Dúndurfréttir – In The Flesh?

Dúndurfréttir – Comfortably Numb

6 athugasemdir á “tónleikar / tóndæmi dagsins

 1. Vá alveg sammála þetta voru geðveikir tónleikar, ég held að flestir lendi í svona sætisfélaga – minn dæmdi allan tímann hvað heyrðist ekki nógu hátt í sinfó.. en þetta væri nú ágætis tónlist en betra væri ef Dúndurfréttir mundu ekki spila líka…… Held að hann hafi ekki alveg vitað á hvaða tónleikum hann var 🙂

 2. þessir tónleikar voru ótrúlega góðir – ég bjóst við miklu en þeir urðu svo miklu miklu meira!
  ég stóð mig að því trekk í trekk að gelyma að anda… ! En tær snilld sem þetta var!
  🙂

 3. þessir tónleikar voru ótrúlega góðir – ég bjóst við miklu en þeir urðu svo miklu miklu meira!
  ég stóð mig að því trekk í trekk að gleyma að anda… ! En tær snilld sem þetta var!
  🙂

 4. Sá sem sat við hliðna á okkur var í banastuði, fyrir hlé – en sofnaði svefninum langa eftir hlé – var enþá í draumalandinu þegar við fórum..

  hann hefur verið í kringum fimmtugt myndi ég giska…

  En já brilliant tónleikar í alla staði (fyrir utan miðaldra menn á kenderíi)

 5. Takk fyrir okkur. Það er ekkert nema gaman að heyra að fólk hafi haft gaman því við strákarnir vorum alveg klökkir að fá að flytja þetta við þessar viðtökur. Svo ég segi það aftur, takk fyrir okkur.
  Kv.
  Pétur Örn, Dúndurfréttameðlimur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s