Menningarsumarið 2007 sem var formlega sett fyrir viku síðan er í fullum gangi. Í kvöld verður skundað með fríðu föruneyti í Borgarnes að sjá Mr. Skallagrímsson sem maður hefur eingöngu heyrt góða hluti um.
Lagt verður af stað strax eftir vinnu og snætt í Landnámssetrinu og menningin drukkin í sig.
Og ef þið verðið stillt krakkarnir mínir, sjáið þið kannski Strumpunum bregða fyrir.
Strumparnir ákváðu að skella sér frekar á Die Hard fjögur í Háskólabíó núna í kvöld.
En við vonum að sjálfsögðu að þú hafir skemmt þér vel.
Kveðjur 🙂