Að opna heimasíðu

Reglulega koma í fjölmiðlum fréttir um opnun nýrrar heimsíðu sem eitthvað erindi eiga við hinn almenna borgara. Oft eru þetta þjónustusíður ýmissa stofnanna eða heimasíður hagsmunasamtaka og oft eru einhver ráðamaður eða jafnvel þekktur einstaklingur sem opnar heimasíðuna í kokteilboði í vitna viðurvist.

Ég hef aldrei skilið svona opnun á heimasíðu. Hvað gerir viðkomandi eiginlega? Fékk Jóhanna Sigurðardóttir ítarlegar leiðbeiningar um það hvernig ætti að FTP-a sig inná vefþjón Breiðavíkursamtakanna í gær og færa á milli skrár svo síðan myndi birtast á netinu?

Væri ekki miklu frekar að hafa bara almennt kokteilboð til að kynna síðuna sem verið er að opna og málstaðinn / þjónustuna sem síðan snýst um og sleppa sjónhverfingunni að verið sé að opna síðuna fyrir umferð eins og einhver umferðarmannvirki.

2 athugasemdir á “Að opna heimasíðu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s