Ég ætla að endurtaka sjálfan mig og setja inn annað tóndæmi með Sufjan Stevens. Sufjan hefur verið að koma sterkur aftur inn í mínum spilara eftir smá vetrardvala, hef í raun lítið hlustað á hann síðan tónleikarnir hans voru fyrir jólin síðustu.
Live upptökur með Sufjan hefur verið það sem mest hefur fengið að njóta sín enda mikil veisla fyrir skynfærin að hlusta á Sufjan á tónleikum. Hann spilar með stóru bandi, blásturshljóðfærin fá að njóta sín og strengjakvartett.
Lagið Detroit, Lift Up Your Weary Head af Michigan er nokkuð furðulegt og fékk ekki mikla athygli en í meðförum Sufjans á tónleikum mætti segja að lagið endurfæðist. Það verður hraðara og langtum betra fyrir vikið.
Set inn tóndæmi frá Austin City Limits tónlistarhátíðinni þar sem Sufjan tekur þetta lag frábærlega. Tíminn 4:36 til loka lagsins er það sem gerir lagið svona frábært, þá sérstaklega þegar trommurnar koma inn á 5:39, það móment eins lítið og það hljómar finnst mér æðislegt. Akkúrat á þeirri stundu langar mig ekki til að vera við skrifborðið mitt í vinnunni heldur úti í sólinni og þá helst að drekka bjór fyrir utan Sólbakkann í fína garðinum þar.
Sufjan Stevens – Detroit, Lift Up Your Weary Head