helv. fákar

Bílar sem gefa frá sér of mikin hávaða komast ekki í gegnum skoðun. Þeir þurfa að hafa hljóðkút, hvarfakút og allskonar labbakúta sem ég kann ekki að nefna á nafn.  Ef hávaðinn er ekki innan einhverra marka sem eflaust eru taldir upp í einhverri reglugerð sem ég nenni ekki að finna fær bílinn grænan miða sem er versta martröð hvers bifreiðareiganda.

Gildir ekki eitthvað svipað um mótórhjól? Á laugaveginum krúsa hér allskonar vélfákar þar sem vélarnar bæði öskra eins og dreki og sumar eins og kór ca. áttatíu sláttuvéla.  Mótórhjól fara væntanlega í gegnum eins skoðun og það hljóta einhverjar reglur að gilda um þau.

Bandarísk lowrider Harley Davidson lúkkalæk hjól eru verst af öllum. Þar öskra vélarnar og slá eins og að fimmtán bassaleikarar hafi plantað sér hér fyrir utan með fínt hljóðkerfi eins og er notað á tónleikum í Laugardagshöllinni.

Gjörsamlega óþolandi, þurfti bara að koma þessu frá mér.

2 athugasemdir á “helv. fákar

  1. Djöfull er ég sammála þér með þessi mótórhjól!! Gjörsamlega óþolandi hávaðamengun ég segi bara ekki annað!

  2. Jamm. Thetta er pest. Mer var bent a thad at thad er leid framhja thessu i skodun a bilum. Sumir skipta um kut bara rett a medan billinn eda hjolid fer i gegnum skodun. Og setur svo havada maskinuna aftur undir tvi monnum thykir thad skemmtilegra.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s