Mánudagar eru oft þannig dagar að manni langar að gera eitthvað annað en vera í vinnunni, sérstaklega þegar allir eru í sumarfríi nema ég.
Því er tilvalið að benda á eitt og annað af internetinu mínu.
1) Ben Kweller að taka God Only Knows, fallegt. Ben Kweller er gífurlega hæfileikaríkur drengur.
2) Conan O´Brian að vinna sem landamæravörður á landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Conan er einn fyndnasti maður í heimi.
3) Viddi á afmæli í dag og hélt uppá það á laugardaginn. Það var gaman. Í tilefni dagsins fær hann nýja útgáfu af afmælissöngnum.
4) The Pain Train -svona á að halda uppi góðum vinnuanda og halda uppi framlegð. Nokkrar góðar , 1 ,2 , 3 , 4
Eigið góðan mánudag.
Til hamingju með daginn Viddi!