Í Suður Kóreu finnst fólki gaman að mótmæla og þar fær það líka að mótmæla annað en á Íslandi. Hér eru allir í sínum smáborgarahætti og hafa engan tíma til að kvarta eða kveina, láta bara yfir sig ganga eins og kindur.
Það er bannað að kveikja í fánum í S-Kóreu þannig að mótmælendur bíta í þá og japla á þeim í staðin. Þegar vændi var bannað fóru þúsundir vændiskvenna út á götu að mótmæla með grímur svo þær þekktust ekki. Þegar Kórerubúa var rænt í Írak mótmæltu S-Kóreubúar með því að kveikja í kóraninum. Það vakti enga athygli miðað við skopmyndina af Múhammeð spámanni.
Allt um málið hér, myndir og lýsingar. Stórskemmtilegt alveg og fróðlegt í leiðinni.