Á mánudaginn skúraði ég allt hátt og lágt og bakaði köku.
Í gær gerði ég það leiðinlegasta sem ég hef á ævi minni gert. Ég afþýddi nefnilega frystihólfið á ísskápnum sem hafði að geyma ca 40% af Grænlandi.
Á morgun fer ég niður á Hagstofu og skila inn karlakortinu mínu. Þetta auðvitað gengur ekki lengur. Ef heldur áfram sem horfir verður komin á mig vagína fyrir árslok.
Ertu ekki til í að koma heim til mín líka.. það vantar alvarlega að afþýða frystihólfið hjá mér 🙂
Þetta hljómar kynferðislega Eirný.
Hvað er þetta með þig Guffi – sérð þú eitthvað kynferðislegt út úr öllu…
Eirný, Guffi er utan af landi. Hann veit hreinlega ekki betur.
Það hlaut eitthvað vera..
Lyftu bara þungum hlut Guðmundur og þá dettur vagínan af þér. Það er það við karlmenn gerum. Við lyftum þungum hlutum…
Góður Villi
Já, þetta gengur ekki lengur. Við þurfum að fara glíma við birni og kveikja í sinu svona eins og í þá gömlu góðu…
auk þess kanntu ekki á borvél, en þú ert búinn að ala Hlyn vel upp og er það virðingavert, hann er sannkallaður Jóh