Síðustu daga hefur Arnar 6 ára gengið illa að sigra í Mario Kart eða Nba 2K7 og því greip hann til örþrifaráða. Afsakanir eru ekki teknar gildar og það veit Arnar, hann getur því ekki kjaftað sig úr þessari ládeyðu sem hefur verið að hrjá hann í keppnum.
Hann greip því til örþrifaráða og sagaði framan af þumalputtanum á sér í hjólsög svo hann sé óvígur næstu vikurnar. Arnar vonar að með þessu muni síðuhaldari detta úr sigurvímunni og að sama skapi detta úr þessu winning streak sem hefur verið í gangi.
Síðuhaldari óskar Arnars góðs bata, það verða engin vettlingatök þegar Arnar mætir aftur leik leiks.
Þess má geta að síðuhaldari er farinn að sýna alvarlega bresti í Mario Kart. Eðlilega hefur hann áhyggjur af því og grætur ofan í poppskálar.