iWant

Ég er búin að handleika tækið sem mig langar í, guð minn góður hvað það er fallegt. Mætti Hjalla frammi á gangi og þá skellir hann svona tæki í andlitið á mér.

Þetta er svo fallegt.

12 athugasemdir á “iWant

 1. má benda á … líka Wi-Fi tæki sem virkar þrusuvel hér á landi. kemur í staðinn fyrir ipod.. og vonandi .. í haust .. kemur þetta til íslands.
  EF Vodafone eða Orange fær samninginn og
  EF ísland kemst inn í Itunes music store…

 2. Ég skil ekki ef Vodafone / Orange pælinguna.

  Orange og Vodafone tengjast ekkert og eru í blússandi samkeppni. Orange hefur engin tengsl við Ísland nema í gegnum Símann.

  skv tuaw.com og macrumours.com verða það O2 í Bretlandi, T-mobile í þýskalandi og Orange í Frakklandi. Hvergi Vodafone sem þýðir að þeir fá varla að tækið á Íslandi.

  itunes music store getur varla verið requirement fyrir að síminn sé seldur í viðkomandi landi, það finnst mér hæpið.

 3. Skv. mínum heimildum þá skiptir máli fyrir okkur á klakanum hver fær símasamninginn. Ef annað hvort þessara fyrirtækja fá samninginn eru meiri líkur á að iPhone komi til sölu hér á landi.

  Itunes er mjög mikilvægt einnig fyrir okkur, þar sem iphone er virkjaður í music store.

  Vandamálið sem þar skapast er að íslenska þjóðin er of lítil til að það taki það að opna sér verslun fyrir okkur. Eina ljósið í stöðunni er að koma okkur inn í Skandinavíska itunes music store.
  En það er verið að vinna í þessu.

  Það mætti halda að ég ynni hjá Apple 😉

 4. Ég sá svona video review af símanum hjá washingto post og þar var ekki hægt að versla á itunes gegnum síman, ekki hægt að taka video clips og ekki hægt að nota lög úr minninu sem hringitóna þar sem að hringitónarnir eru fastir og það er ekki hægt að skipta um batterí. Persónulega ætla ég að bíða eftir version 2.0

  En þangað til þá er það þessi hérna:
  http://handheld.softpedia.com/devices/HTC/HTC-P4550–Kaiser-324.shtml
  kveðja
  Örn

 5. ég veit reyndar ekkert um það hvort hægt sé að versla í gegnum itunes með iphone, eða taka video clips, en hversu oft gerir maður það með símanum sínum?
  Hins vegar er hægt að breyta stöðluðu lögunum í það sem m aður vill, við gerðum það allavega .. hehe .

  En samt held ég að það sé best að bíða eftir 2 Gen.

 6. Það þarf ekki að nota iTunes til að activera símann, það er búið að hakka það. (http://blog.wired.com/gadgets/2007/07/dvd-jon-hacks-i.html)
  Maður getur ekki notað mp3 sem hringitón við iPhone beint úr kassanum, það þarf að haxa símann til þess sem er óásættanlegt.
  Hann tekur ekki upp video og myndavélin er ekkert spes.
  Hann sendir ekki MMS.
  Hann sendir ekki SMS á fleiri en einn viðtakanda.
  Email clientinn getur bara sent eitt viðhengi.
  Hann er ekki 3G heldur EDGE sem er glatað.

  Þetta gerir það að verkum að iPhone er ófullkomnari að miklu leiti miðað við GSM síma sem kostar undir 20 þúsund út úr búð á Íslandi.

  En ég vil samt svona tæki, útgáfu 1.1

 7. Já þetta er falleg græja, það er ekki spurning. Segðu mér annars Mundi, hvenær kemuru vestur á firði að heimsækja mig?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s