Megas var að gefa út snilldina Frágangur, plata sem rennur ljúflega í gegn og hljómar ekkert smá vel. Undir fulltingi Senuþjófanna má heyra Megas í fantaformi. Það er ekkert lélegt lag á þessari plötu, þau eru öll góð.
Setjum opnunarlag plötunnar sem tóndæmi dagsins sem heitir hinu skemmtilega nafni Konung Gustavs III mord og er sungið á útlensku.
Mæli með að allir færir menn drífi sig í það mál að nálgast Fráganga, þessi plata er góð. Læt svo fylgja með þegar að Megas hringdi í grillhorn Tvíhöfða á mánudaginn, það er fyndið. Mæli líka með upptökum Rásar 2 af tónleikum Megasar og Senuþjófanna frá Bræðslunni á Borgarfirði Eystri frá síðustu helgi, Megas í blússandi stuði.
Megas og Senuþjófarnir – Konung Gustavs III mord
Ýtið á play hnappinn knáa til að hlusta á Megas og grilhornið.
[audio:http://www.simnet.is/gummijoh/megas%20og%20tvihofdi.mp3%5D
Tónleikarnir með honum á Borgafirði voru svoo kraftmiklir og frábærir. Ég var með stjörnur í augunum alla tónleikana.. þetta var frábært .. sannkölluð veisla 🙂
jamm það var gaman af því þegar meistari Megas hringdi í grillhornið á mánudag, það var samt en betra klst síðar þegar ónefnd fávisk kona hringdi og bað Óla Palla um að tilkynna að þetta hefði ekki verið Megas heldur eftirherma
Freistingar í 3. mgr.
dóm á rjómann