Roadtrip

Eftir mikið gjálífi síðustu daga var ákveðið að brjóta upp normið sem í raun er ekkert uppbrot á normi þar sem þetta er stærsta ferðahelgi ársins og skundað aðeins út á land.

Með í för voru Jói Jökull og Hlynur. Hlynur var þótt ótrúlegt megi virðast vaknaður um 14 sem er kraftaverk þegar að hann hefur verið að drekka kvöldið áður.

Skorradalur var áfangastaðurinn þar sem mammajoh og pabbijoh voru ásamt vinafólki í sumarbústað, þau voru æst í að fá okkur og veðrið þar var betra en í Reykjavík og því ákveðið að kíkja í heimsókn.

Við keyrðum Hvalfjörðinn út eftir og fengum okkur pulsu í Botnsskála og ég setti klink svo í spilakassann í Þyrli enda gefur kassinn þar alltaf, ótrúleg lukkumaskína þar á ferð.

Á leiðinni föttuðum við að við vorum allir í sama hljómsveitarbolnum en þó ekki sömu týpunni. Belle & Sebastian var því hljómsveit ferðinnar.

Við það tilefni var síminn minn settur ofan á Hertogann og settur á tímastillingu og þar náðist þessi glæsilega mynd af okkur fyrir framan Botnsskála.

Fyrir þá sem hafa áhuga að þá er myndin smellanleg til að sjá stærri útgáfu sem er ekki amalegt fyrir þá sem hafa áhuga á myndarlegum drengjum.

botnskali.jpg

6 athugasemdir á “Roadtrip

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s