keppnisskap

Jóhann Jökull hefur verið viðþolslaus að heimta færslu um Mario Kart. Nógu oft hefur verið skrifað um Mario Kart, fyrir áhugasama má finna þær færslur hér, hér og hér.

Keppnislega séð var þessi helgi ekki góð fyrir staðarhaldara þessarar síðu, djammlega séð var hún mjög góð en keppnislega ekki. Ég hef verið ósigraður í Mario Kart síðan í janúar á þessu ári en um helgina tapaði ég bæði í Mario Kart og í Wii tölvunni.

Jói vill oftast meina að ég kunni hvorki að tapa né sigra. Það er auðvitað helber lygi, ég hef bara keppnisskap og er að keppa til sigursm, engin ungmennafélags eða ólympíuandi hér. Það er fyrir annað fólk en mig. Ég tek þátt til að sigra og líður best þegar ég gjörsigra andstæðinginn. Mér líður best á toppnum og þar vil ég vera, svo einfalt er það. Auðvitað verð ég fúll, ragna og bölva og skeiti skapi mínu á menn, dýr og hluti ef mér gengur illa og sé fram á það að takmarkið mitt, að sigra andstæðingin muni ekki nást.

Á sama hátt ef ég vinn eða er á leiðinni að sigra skeiti ég samt skapi mínu og ragna og bölva og rek upp roknahlátur bara svona til að minna á mig og hver staðan er. Það er að mínu mati heilbrigt skapgerðareinkenni sem ég sýni þar.

En fyrir áhugamenn um keppnir þær sem haldnar eru á L82 að þá fór síðasta keppni mánudagsins svona. Ég sem sagt tapaði. Ef fólk hefur áhuga á að taka þátt í Mario Kart að þá er því velkomið að hafa samband.

mariocartloser.jpg

6 athugasemdir á “keppnisskap

  1. Ég vil spila Mariokart! Skora á þig í keppni þegar ég kem suður…
    (p.s. lygi getur verið helber en ekki helberin…)

  2. Já það er asnalegt að vera tapsár, ég er það sem betur fer ekki. Ég er bara að drepast úr keppnisskapi.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s