Ég nenni ekki að vera með eitthvað flókið intro núna því það er nettur mánudagur í mér. Tóndæmi dagsins er með eineggja tvíburunum Kanadísku Tegan & Sara sem voru að gefa út stórgóða plötu sem ber nafnið The Con.
Það eitt að þær séu frá Kanada er ágætis gæðastimpill og vel það.
Skellum svo þeim systrum inn þar sem þær taka Back in your head af sömu plötu í þættinum hans Conan.
Var ad kaupa diskinn .. hlakka til ad hlusta hann 🙂