Í gær var gestagangur á L82 og því gerði ég það sem allar góðar húsmæður gera, ég skellti í form. Eftir að hafa bakað hátt uppí tvo tugi vaffla var ísnum skellt úr frysti og kræsingarnar bornar á borð.
Ég held að Jói Jökull sé enn að öskra sínum brjálæðislega hlátri yfir því sem að gerðist næst. Hlynur var að fá sér kúfulla skeið af ís þegar að önnur skeið kemur upp úr boxinu. Skeiðin frá fyrri neysludegi var enn í boxinu og búin að una sér þar vel í einhverja daga í frysthólfinu fína á L82.
Stundum þarf bara svo afskaplega lítið til að skemmta fólki, svo einfalt er það. Áhugasamir sjá glitta bæði í Wii fjarstýringu, vöfflurmar, súrt hockey pulver, feitu puttana á Hlyni og glas með ískaldri mjólk.
Þetta ísbox lítur út eins og nýkomið úr frystinum á heilsubælinu.
Takk fyrir mig.
En hvar er Valli?