Það er augljóslega mikill stuðningur fyrir Mummanum þarna úti.
Á síðunni frambjodandi.is getur fólk tilnefnt þann sem það vill sem forsetaframbjóðanda í næstu kosningum.
Einhverra hluta vegna er ég komin þarna með 161 atkvæði. Er þarna á þremur stöðum, sem Gummi Jóh, Guðmundur Jóhannsson lykilstarfsmaður Símans og bloggari og svo sem Gummi Jóh athafnamaður.
Hvaða hetja ákvað að setja orðið athafnamaður á mig veit ég ekki en ég ber viðkomandi engar þakkir. Ég er hvorki Ásgeir Kolbeinsson né sölumaður hjá Remax. Athafnamaður er starfstitill sem engin vill hafa.
Ég þakka stuðninginn.
þið ásgeir eruð nú ekkert ósvipaðir…
Hvaða titil viltu fá í staðinn? Athafnaskáld? Lífskúnstner?
Jebb.. báðir með strípur…
Nau nau.. basetanið bara farið að skila árangri eftir margra mánaða þrotlausa vinnu..;)
Guðfinnur Ó Einarsson, sonur Sjávarréttaráðherra og Nylon grúppía nr.1 … fékk mitt atkvæði
test