Moggabloggið gerir okkur öll aðeins vitlausari en við erum, um stundarsakir.
Ég hef aldrei lesið jafn mikla dellu og vitleysisskap eins og þegar maður tekur nettan hring á Moggablogginu. Það eru fáir þar sem hafa raunverulega eitthvað að segja og hafa vit á því sem þeir eru að tjá sig um.
Fólk er fífl
Ég tek eftir því að Stefán Pálsson er hættur að hnýta í moggabloggið, ert þú kanski að fara að halda merkinu á lofti?
nei ég þurfti bara að koma þessu frá mér.
Þetta er t.d gott dæmi: http://soley.blog.is/blog/soley/entry/283183/
Það er náttúrulega mannskemmandi að lesa hana Sóley, eins og alla hina femínistana þarna í kringum hana.
Hvaða hvaða? Strákar mínir, veriði bara ekkert að lesa hana Sóley ef skrif hennar fara svona í ykkur. Mér finnst mjög áhugavert að lesa bloggið hennar og þetta er reyndar þörf umræða (þó hún virðist oft súr og bitur). Hef séð margt (mjög margt) vitlausara á þessu blessaða Moggabloggi (sem ég reyni reyndar að forðast).
Amen bróðir. Gott dæmi um tuðara í þessum forarpytti sem moggabloggið er, er kommentarúnkarinn Hrafnkell Daníelsson.
Enjoy your slow death
http://keli.blog.is/blog/keli/
voðalega ertu viðkvæmur gummi minn 🙂
skora á þig að fara í búðir og velja föt á guðdætur þínar.. ég gerði verkefni í menningarfræði um fatnað í boði fyrir litlar stelpur og var algjörlega sjokkeruð yfir því hversu kynferðisleg þau voru.. skora á þig!! 🙂 til dæmis: bolir með mynd af ís og áletrunin „lick me“.. og svo mynd af kirsuberjum og „eat my cherry“ osfrv.. svo mér finnst bara ágætt ef einhver bendir á svona. mér er sama þótt ég hljómi eins og rauðsokka í neikvæðum skilningi þess orðs. og hananú 🙂
Samt gaman að lesa Kára Auðar Svanson
svosem ekki út af innihaldi heldur frekar málfari og því að maður man eftir stráknum í Heimspeki hjá Hrannari
ég er að tala almennt um Moggabloggið, þessi staka færsla hjá Sóley var bara akkúrat það sem stuðaði mig í dag.
Auðvitað er eitthvað af ágætu fólki sem skrifar þarna en meirihlutinn er vonlaus og ömurlegur.